-
Transcend composite efni
Transcend fyllingarefnið er unnið með nýrri “Resin Particle Match™“ tækni sem Ultradent hefur þróað. Einstök lita aðlögun Transcend gefur möguleika á fallegum fyllingum með aðeins einum Universal Body lit, sem aðlagast tannbeini.
Transcend dregur í sig lit úr tannbeininu í kring svo fyllingin aðlagast tönninni. Transcend tannfyllingar aðlagast einnig litabreytingum við tannlýsingu, svo ekki þarf að endurnýja fyllingar þó tannlýsing sé framkvæmd.
Universal Body liturinn hylur lit eftir amalgam eða aðra dökka bletti í tönninni án þess að nota Opaque lit undir.
Í aðstæðum sem krefjast lagskiptra fyllinga er hægt að velja um fjóra Dentin liti og tvo Enamel liti auk Universal Body. Þeir hafa allir sömu lita aðlögunarhæfni.
-
Composite Wetting Resin
Composite wetting resin er notað með composite efnum til að mýkja þau og hjálpa til við að móta fyllinguna, auk þess kemur það í veg fyrir að composite efnið loði við verkfærið.
-
UltraSeal XT Hydro
HYDROPHILIC PIT AND FISSURE SEALANT
UltraSeal XT Hydro er vatnssækið, ljóshert, 53% fyllt resin seal sem gefur frá sér fluor og er Radiopaque. Það hefur einnig Fluorescent eiginleika og sést t.d vel með Black light linsunni sem fæst á VALO herðingarljósið. Fæst í tveimur litum Opaque White og Natural
Sealið flæðir mjög vel þegar það er sett í tönnina með Inspiral Brush tips burstanum en sest þegar það er komið í gegnum spíralinn
-
UltraSeal XT Plus
HYDROPHOBIC PIT AND FISSURE SEALANT
UltraSeal XT Plus hefur verið leiðandi á markaðnum síðan 1998.
UltraSeal XT Plus er vatnsfælið ljóshert, 53% fyllt resin seal sem gefur frá sér fluor og er Radiopaque. Gott er að nota PrimaDry með UltraSeal XT Plus til að þurrka tönnina. Fæst í fjórum litum Opaque White, Clear, A1 og A2
Sealið flæðir mjög vel þegar það er sett í tönnina með Inspiral Brush tips burstanum en sest þegar það er komið í gegnum spíralinn
-
Peak LC Universal Bond
Ljóshert Adhesive með 0.2% Chlorhexidine. Fæst í 4x 1,2ml sprautum eða 4ml flösku
-
Permaseal
PermaSeal Composite Sealer er ljóshert þunnfljótandi methacrylate based unfilled resin sem má nota ofan á allar composite fyllingar sérstaklega gott á jaxla. Lokar composite efninu og eykur endingu fyllingarinnar.
-
UltraEtch
35% seigfljótandi fosfórsýra (Phosphoric acid). UltraEtch er "self limiting" þ.e. etchar ekki of djúpt þó það sé lengi á tönninni, ca. 1,9 micron á dentin. Fæst í 1,2ml sprautum og í 30ml IndiSpense áfyllingar sprautu.
-
Postulíns Etch og Silane
Porcelain Etch og Silane 9% hydrofluoric acid og Silane. Það er notað til viðgerðar á postulíni, í munni eða utan hans.
Postulíns Etch er seigfljótandi gul flúorsýra sem ásamt Silane myndar mikinn styrk til að bindast postulíni.
Rannsóknir hafa sýnt að þegar Silane er notað með Postulíns Etch frá Ultradent, ásamt góðu bond efni, næsti mesti styrkur límingar við postulín, samanborið við önnur postulíns-límingarefni.
-
Filtek Supreme XTE
Filtek Supreme XTE er framúrskarandi composite fyllingarefni. Það er sterkt og endingargott í jaxla og framtennur, auðvelt að meðhöndla og pússa. Mikið litaúrval.
Sjá nánar hér; FILTEK SUPREME XTE
-
Filtek Universal fyllingarefni
Hér eru nánari upplýsingar um Filtek Universal; FILTEK UNIVERSAL
Litaskali fyrir Filtek Universal; FILTEK UNIVERSAL LITASKALI
-
Filtek Bulk Fill Flowable
Filtek Bulk Fill Flowable, 50% sterkara og endingarbetra en sambærileg flow efni. 4 litir í capsúlum eða sprautum.
-
Filtek One Bulk Fill Restorative
Jaxlafyllingaefni, sterkt, fallegt og endingargott. Það er auðvelt að móta og hægt að herða allt að 5mm þykkt í einu. 5 litir í capsúlum eða sprautum.
Hér er bæklingur; FILTEK ONE BULK FILL
-
Filtek Z-250
Filtek Z-250 er universal hybrid fyllingarefni, mjög gott í fyllingar í einum lit á framtannasvæði en þó sérstaklega á jaxlasvæðinu.
-
Ketac Molar og Ketac Molar Quick
Glerjóna fyllingarefni í jaxla. Einnig til Quick set.
-
Ketac Fil Plus
Glerjóna fyllingarefni fyrir framtennur og litlar occlusal fyllingar.
-
Ketac Conditioner
Dentin conditioner fyrir glerjónafyllingar.
-
Scotchbond Universal Plus Adhesive
Scotchbond™ Universal Plus Adhesive hefur marga góða kosti. Það getur verið ljóshert, sjálfharðnandi eða bæði, því það hefur innbyggðan Dual-Cure activator. Efnið má nota með öllum etch aðferðum og ekki þarf að nota primer. Það er fyrsta universal límið sem sést á röntgenmynd (radiopaque).
Scotchbond Universal Plus hlaut "Excellent, 5-start rating" frá Dental Advisor sjá nánar
3m Scotchbond Universal Plus
-
G-ænial Universal Injectable
G-ænial Universal Injectable er ljóshert sterkt og endingargott universal composite efni fyrir allar fyllingar, bæði í framtennur og jaxla.
Auðvelt er að koma efninu fyrir það flæðir vel undir þrýstingi (thixotropic) þegar unnið er með það og loðir ekki við verkfæri. það fylgja endar með löngum stút sem auðvelt er að beygja með léttum þrýstingi, þetta auðveldar aðgengi að þröngum jaxlasvæðum.
Að auki er mjög gott að pússa G-ænial Universal Injectable og það fæst í 16 Vita litum. Sjá bækling hér...G-ÆNIAL UNIVERSAL INJECTABLE BÆKLINGUR
-
G-Premio Bond
G-Premio Bond er universal bond fyrir ljóshert Composite og Compomer. Fyrir Composite fyllingar, viðgerð á postulíni og fyrir meðferð á viðkvæmum tönnum. Má nota með öllum etch aðferðum. Er m.a. notað með Repair kit og GC LinkForce. Sjá bækling hér.. G-PREMIO BOND BÆKLINGUR
-
EverX Flow
Ever-X Flow er þunnfljótandi composite efni, styrkt með stuttum Fiber þráðum, ætlað í stórar jaxlafyllingar, rótfylltar tennur og til uppbyggingar.
1-2mm lag af almennu Composite efni er sett yfir
Til í tveimur litum Dentin og Bulk - 3,7 gr. sprautur + 20 endar
Dentin litinn má herða mest 2,0mm í einu
Bulk litinn má herða allt að 5,5mm í djúpar jaxlafyllingar
BÆKLINGUR EVER-X FLOW
-
Equia Forte HT
EQUIA Forte HT er Glass-Hybrid efni í sterkar og endingargóðar Class I (occlusal) og Class II (mesial og distal) jaxla-fyllingar.
Auðvelt er að meðhöndla efnið, það er rakaþolið (þarf ekki gúmmídúk), hefur langan vinnslutíma og stuttan hörðnunartíma, alls 3,25 mín. Ekki þarf að nota bond eða conditioner þar sem EQUIQ Forte HT hefur innbyggða viðloðun og mikið rakaþol. Efnið hefur mikið gegnsæi (translucency) og gefur náttúrulegar og fallegar fyllingar.
Equia Forte HT refill 50 caps/pk x 0,40gr. Fæst í 8 litum A1 - A2 - A3 - A3,5 - B1 - B2 - B3 - C4.
-
Fuji II LC
Fuji II LC er ljóshert glerjónaefni, ætlað sem fyllingarefni í Class III og V fyllingar og í barnatennur. Fuji II LC er fjölnota efni sem einnig má nota sem botnlag (base og liner) og í uppbyggingu (core build-up). Kostir þess eru falleg áferð og það er gott að pússa, einnig er það endingargott, það sést á röntgengmynd, þarf ekki etch eða bond og það er vatnssækið.
-
Optiglaze
Nanofyllt ljóshert efni sem myndar fallegan, endingargóðan og glansandi yfirborðshjúp á gervitennur og bráðabirgðakrónur. Mjög hentugt á svæði í munninum sem erfitt er að komast að til að pússa. Myndar mjög þunna filmu en er endingargott og hefur ekki áhrif á litinn.
-
Spectrum TPH3
Spectrum er ljóshert Universal Microhybrid Composite efni í capsúlum fyrir framtennur og jaxla. Margir litir.
-
SDR Flow +
SDR Flow+ er þunnfljótandi composite efni, ætlað sem botnlag eða til að byggja upp class I, II III og V fyllingar í jöxlum. Loka þarf með 2mm lagi af composite jaxlaefni. SDR flow+ fæst í nokkrum litum, Universal, A1, A2 og A3. SDR flæðir vel og hefur góða viðloðun án notkunar verkfæra.
Hægt er að herða 4mm þykkt lag í einu. Universal litinn á að herða í 20 sek. en A litina þarf að herða í 40 sek.
-
Prime & Bond active
Prime & Bond active er universal adhesive. það má nota með öllum etch vinnuaðferðum, total etch, self etch og selective etch. Það flæðir vel og myndar þunna og jafna filmu.
-
Prime & Bond NT
Prime & Bond NT total etch Adhesive, ætlað til að binda ljóhert Composite og Compomer efni við glerung og tannbein en einnig við málma og postulín. Það sameinar primer og bond í einni flösku.
-
Tetric EvoFlow
Tetric EvoFlow er þunnfljótandi Composite efni sem flæðir vel undir þrýstingi.
-
Heliobond
Ljóshert bond sem bindst við glerung. Notað til að líma gullskart á tennur, sem glært seal í fissúrur, einnig sem bond við viðgerðir á Composite fyllingum, krónu eða brú.
-
Clearfil SE bond
Ljóshert bond með góðri bindingu og einangrun, hentar fyrir öll ljóshert fyllingarefni, Composite og Compomer. Bindst við glerung, tannbein, málm og postulín.
CLEARFIL SE BOND BÆKLINGUR
-
Clearfil SE Protect
Ljóshert bond með góðri bindingu og einangrun, hentar fyrir öll ljóshert fyllingarefni, Composite og Compomer. Bindst við glerung, tannbein, málm og postulín. Hefur sömu eiginleika og Clearfil SE Bond, þ.e. self-etch og ljóshert en að auki hefur Protect tvo viðbótar kosti, það er langtíma Fluor upplausn og MDPB monomer sem hefur bakteríu hreinsandi verkun.
-
everStick
Glass fiber borðar og stifti í mismunandi útfærslum, sem hjálpar við úrlausn margskonar vandamála.
Video f/Perio; Clinical case: everStickPERIO for periodontal splinting
Video f/C&B; Clinical case using everStick® C&B
Video Ortho; Clinical case: everStickORTHO retention splint with glass fibre reinforcement
-
Uveneer og Uveneer Extra
Uveneer kerfið samanstendur af einstökum plast mótum. Hvert mót er hannað til að líkja eftir náttúrulegri lögun framtannanna. Alls 32 mót, 8 x Medium uppi - 8 x Medium niðri - 8 x Large uppi - 8 x Large niðri.
Við notkun þarfnast þau lítils inngrips til að móta fallegar composite fyllingar, með fyrirsjáanlegri lögun og samhverfu, með “þínu” fyllingarefni og í einni heimsókn.
Uveneer notar nýstárlega tækni til að ná líffræðilega réttri, há glans fyllingu á broti af þeim tíma sem það tekur að vinna fríhendis. Árangurinn er nákvæmur og fyrirsjáanlegur.
Notið Uveneer til að móta varanlegar composite fyllingar á framtennur, til fegrunar og uppbyggingar. Einnig til bráðabirgða, meðan postulíns skeljar eru smíðaðar og í class 3, 4, og 5 fyllingar.
Uveneer Extra kit bætir 4 nýjum framtanna mótum við upphaflega settið. Extra Large, Large, Medium og Square, 6 stk í hverri tegund eða alls 24 stk. Einnig er hægt að fá Large og Medium kit (2x 6 stk) eða Extra Large og Square saman (2x 6 stk)
Á heimasíðu Ultradent (slóðin hér að ofan) undir liðnum PROCEDURES getur þú séð hvernig Uveneer er notað, skref fyrir skref.
-
Modeling vökvi og Gradia burstar
Modeling vökvi er Wetting Resin efni nota til að mýkja Composite og auðvelda vinnu við það, t.d. þegar það er mótað með bursta.
#900743 Kit, Modeling vökvi 6ml flaska, 2 burstasköft, 5 burstahausar flat og 5 burstahausar round.
#012243 Modeling vökvi 6ml flaska (350 dropar - 350 fyllingar!).
Gradia burstar eru með þvottabjarnarhárum, mjög góðir til að móta Composite efni með Wetting Resin efni, t.d. Modeling vökva.
Burstasköft og burstahausar selt stakt.
#001535 burstasköft 2/pk.
#001534 burstahausar flat 10/pk.
#001533 burstahausar round 10/pk.
MODELING LIQUID OG GRADIA BURSTAR