-
J-Temp ljóshert bráðabirgðaefni
J-Temp er ljóhert resin based bráðabirgðaefni sem flæðir vel og hefur radiopaque eiginleika. Efnið hefur marga kosti sem gott bráðabirgðaefni til fjölbreyttra nota. J-Temp er ljós fjólublátt svo það er auðvelt að greina það. Það er sterkt og endingargott en einstaklega auðvelt að fjarlæga.
J-Temp nýtist t.d. við rótfyllingar, til að loka rótfylltri tönn við tannlýsingu með Opalescence Endo, til að byggja upp brotinn tannvegg (cusp), Inlay/Onlay, í bite ramps, splint og fleira.
HÉR má sjá Step-by-Step leiðbeiningar; J-Temp Step-by-Step

-
UltraBlend plus
Ljóshert calcium hydroxide liner (botlag) undir Composite, Amalgam og einnig til að loka tannkviku (pulp capping). Hefur góða viðloðun. Fæst í 2 litum; dentin og opaque white. Radiopaque.

-
UltraTemp
UltraTemp er Polycarboxylate, Eugenol frítt bráðabirgða cement ætlað þar sem líming þarf að endast í 2-4 vikur.
Má einnig nota til að loka tannopi vegna tannlýsingar með Opalescence Endo.

-
UltraTemp REZ II
Resin Based Eugenol frítt bráðabirgða cement sem er ætlað til lengri nota en 2-4 vikur t.d við implönt.
UltraTemp REZ II fæst Regular (2-3 mín) og Fast set (1-2 mín).

-
Vitrebond Plus
Glerjóna Base/Liner, Paste/Liquid formúla í Click skammtara, bindst vel við tannbein, einangrar vel og dregur úr hættu á viðkvæmni.

-
Ketac Cem
Glerjóna Luting Cement til að líma inlay, onlay, krónur og brýr, úr málmi eða postulíni sem brennt er á málm, einnig úr "all-alumina eða all-zirconia strengthened core ceramic systems (e.g. Lava™ Crowns & Bridges)". Einnig má líma stifti. Ketac Cem fæst í Aplicap og Maxicap capsúlum.

-
RelyX Unicem
Sterkt og rakaþolið cement sem ekki þarfnast etch, primer eða bond. Ætlað til að líma krónur og brýr úr postulíni, composite eða málmum, einnig fyrir stifti, skrúfur og fleira. Aplicap capsúlur.

-
RelyX Unicem 2 Automix
Sterkt og rakaþolið cement fyrir postulíns, Composite eða málm krónu og brýr, inlay og onlay, einnig Zirconia og Aluminia. Einnig fyrir stifti og til að líma smíði
við Implant abutment. Ekki þarf etch og bond með RelyX Unicem 2 og þegar stifti eru límd komast endo stútarnir auðveldlega niður í rótarganginn.

-
RelyX™ Universal Resin Cement
RelyX™ Universal Resin Cement 3M™ og Scotchbond™ Universal Plus Adhesive
Saman mynda þessi tvö nýju efni sterka heild sem getur allt!
Nýja RelyX™ Universal Resin Cement má nota eitt og sér eða með Scotchbond™ Universal Plus Adhesive. Eitt kerfi fyrir nánast öll tilfelli límingar með resin cementi.
Ný hönnun á sprautunni hefur sjálfvirka lokun og 80% minna efni fer til spillis. Fjórir fluorescents litir í boði - TR, A1, A3O, WO.
Nýja Scotchbond™ Universal Plus Adhesive hefur marga góða kosti. Það er t.d. fyrsta universal límið sem sést á röntgenmynd (radiopaque), það hefur innbyggðan
Dual-Cure activator og það má nota með öllum etch aðferðum.
ATH. ekki má nota eldri gerðina af Scotchbond Universal Adhesive með nýja RelyX Universal Resin Cementinu.
SJÁ BÆKLING HÉR; 3M RELYX UNIVERSAL

-
Scotchbond™ Universal Plus Adhesive
Scotchbond™ Universal Plus Adhesive hefur marga góða kosti. Það er t.d. fyrsta universal límið sem sést á röntgenmynd (radiopaque), það hefur innbyggðan Dual-Cure activator og það má nota með öllum etch aðferðum.

-
RelyX Temp NE
Eugenol frítt sjálf harðnandi sement til að líma til bráðabirgða, bráðabirgðakrónur og varanlegar krónur. Þarf ekki undirvinnu svo sem etch eða bond.

-
G-CEM ONE self-adhesive resin cement
G-CEM ONE er Universal self-adhesive resin cement, „THE ONE“ sem einfaldar allt límingar ferli. Það sameinar mikinn styrk límingar, auðvelt er að hreinsa það og það hefur mikla endingu. Efnið er sjálfharðnandi sem eykur notkunarmöguleika þess, það er rakaþolið og flæðir vel.
G-CEM ONE veldur ekki viðkvæmni, bindst vel við glerung, tannbein og utanaðkomandi efni. Það má nota fyrir málma, resin efni og allt postulín, inlay, onlay, krónur, brýr og stifti.
G-CEM ONE Adhesive Enhancing Prime (AEP) hjálpar til í erfiðum klínískum tilfellum.
Sjá bækling hér; G-CEM ONE BÆKLINGUR

-
Freegenol
Freegenol er Eugenol frítt bráðabirgða Luting cement

-
Fuji Plus
Resin Modified Glass Ionomer Luting Cement
-
Dycal
Calcium Hydroxide Cavity Liner

-
IRM
Zink Oxide Eugenol bráðabirgða fyllingarefni

-
Max-Filltemp
Max Filltemp er sjálfharðnandi zink oxide based bráðabirgðaefni sem gefur frá sér flúor. Auðvelt að móta, harðnar vel en er auðvelt að fjarlægja. Sambærilegt Cavit og Coltosol.

-
Cavit
Bráðabirgða fyllingarefni í þremur gerðum með mismunandi eiginleika.
#44030 - Cavit Pink verður mjög hart og er gott t.d á bitfleti eins og í occlusal fyllingar.
#44130 - Cavit White er t.d. notað við endo meðferðir, það verður ekki eins hart og Cavit Pink en hefur betri viðloðun.
#44313 - Cavit Gray er ætlað t.d. í bráðabirgðafyllingar fyrir Inlay. Það er hægt að fjarlægja án þess að bora.

-
Coltosol F
Coltosol F er Eugenol frítt bráðabirgða fyllingarefni, tilbúið til notkunar. það er sjálfharðnandi, auðvelt að fjarlægja og gefur frá sér fluor.

-
Protemp 4
Efni í bráðabirgðakrónur og brýr.
PROTEMP 4 BÆKLINGUR
