U-Veneer og U-Veneer Extra
Uveneer samanstendur af einstökum plastmótum sem eru hönnuð til að líkja eftir náttúrulegri lögun tannanna.
Alls 32 mót, 8 medium uppi og 8 medium niðri. 8 large uppi og 8 large niðri.
Notað til að búa til fallegar composite fyllingar með fyrirsjáanlegri lögun og samhverfu, með þínu fyllingarefni. Allt í einni heimsókn.
Fyllingin verður háglans en með því að setja PermaSeal fyrst í mótið og Composite efnið yfir fæst enn meiri glans á fyllinguna.
Uveneer Extra inniheldurr 4 ný mót fyrir efri framtennur. Extra-large, Large, Medium og ferningslaga. 6 stærðir í hverri tegund, alls 24 mót. Uveneer Extra er byggt á mátum sem tekin voru af raunverulegum tönnum svo yfirborð og lögun líkist enn meir náttúrulegum tönnum.
Notað til að búa til varanlegar composite skeljar/fyllingar á framtennur, til fegrunar og uppbyggingar. Einnig til bráðabirgða, meðan postulíns skelkrónur eru smíðaðar. Má nota í class 3, 4, 5 fyllingar.
